Þú veist að það er óhollt að reykja
Þetta heyrir maður ókunnugt fólk segja hægri vinstri þegar einhver fær sér síkó. Svona eins og reykingamaðurinn hafi búið í helli síðustu 40 ár og viti það ekki. Reykingarmanninum er greinilega sama og svo lengi sem hann gerir það á sínum tíma á sínu svæði þá ætti það ekki að trufla neinn. Það þykir samt sjálfsagt að segja þetta við ókunnungt fólk.
Þetta truflar mig þó svo að þeir reykji bara heima hjá sér á frítíma, vond lykt og gular tennur.
En fyrst þetta er svona sjálfsagt, þá spyr ég, í heilsusamfélaginu sem við erum í þar sem það virðist vera aðal faraldurinn að fólk er of feitt og allir eru í megrun. Þegar ég sé Moby Dick á Mc Donalds að kaupa sér tvöfaldan BigMac stækkaðar franskar og kók. Afhverju má ég þá ekki segja við hana Heyrðu vinan, ættir þú að vera að éta þennan hamborgara, það er sennilega ekki mjög gott fyrir þig. Er þetta ekki alveg jafn invasive?
Ég er ekki að segja að við ættum að ganga um á McDonalds og segja öllu feita fólkinu að það ætti ekki að vera éta þar. Heldur ættum við bara að leyfa reykingarfólkinu að kaupa og reykja sínar síkarettur í friði.
Ég er að tala um að ókunnugt fólk fer ekki og segjir einhverjum að hann sé ógeðslega feitur og ætti ekki að éta hamborgara. En finnst alveg sjálfsagt að segja reykingarmanni að hann sé með tjörufyllt lungu og ætti ekki að reykja.
Meira var það ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.