Færsluflokkur: Bloggar

Street legal!

Röfl dagsins,

Aksturinn sjálfur er svosem ekki það flókin eða erfiður, en það er allt þetta pakk sem er líka að aka á þessum götum. Nefna má sem dæmi:

Ljósaskeptíkerinn, það er grænt beygju ljós, en hann fikrar sig samt hægt og rólega áfram, fylgist grant með bílunum á móti honum eins og hann sé að bíða eftir að þeir taki af stað. Það er hjá honum skrifað stimplað í hausnum að þetta ljósasystem er allt bölvað drasl og það er sennilega grænt á öllum þeim ljósum sem hann sér ekki á sjálfur. Þetta veldur því að hann og kannski einn annar, sem eginlega þurfti að fara yfir á rauðu, komast yfir annars mínútu langt grænt beygjuljós.

Gætibeygttilvinstriámorgun bílstjórinn. Það er alltaf gott að vera við öllu búinn, skátar eru t.d. ekki alslæmt fólk og oft hægt að reiða sig á það. En sumir eru of viðbúnir. Það er yfirleitt ekki vandamál því fólk keyrir almennt á skinsamlegum hraða (20-30 yfir hámarkshraða) á þessum tveggja akreina eða fleiri götum en það eru sumir sem keyra drullu hægt. Sem er fínt ef þeir eru hægra megin þar sem hæga fólkið á að vera. Svo er maður á góðri siglingu, 80 á sæbrautinni, vinstra megin (svo varkáru ökuþórarnir og ökunemarnir fái frið á hægri), þegar maður þarf að snarhægja á sér fyrir aftan gætibeygttilvinstriámorgun ökumanninn varkára. Sem er á vinstri akrein afþví að hann gæti, einhverntíman á leiðinni sem hann er að fara, beygt til vinstri. Maður hugsar í fyrsti “hann beygir næst sennilega” . . nei, heldur áfram, gatnamót eftir gatnamót tefjandi alla umferðina (því það er alltaf einhver jafnhægur með honum svo sem er á réttri akrein). Þar að loksins, þegar hann er kominn undir Hlíðarfjall við Akureyri að hann gefur þetta langþráða stefnuljós til vinstri og tekur beygjuna. Þá er ekki óalgengt að hann sé ljósa skeptíker líka.

Zigzag: Þetta segir sig sjálft, yfirleitt útúr kittuð honda með 1100 vél eða Impreza með WRX límmiða, blastandi Basshunter eða Cascada eins og allt sé að fara til fjandans (ekki eins og allt sé á leiðinni þangað hvort eð er). Þessi ökutæki þekkjast einnig sem "hnakkadollur". Þessi gaur vil helst taka stórsvig á milli 3 akreina í einu. Hægt er að bera þessa ökumenn saman við gamla bílaleikinn sem maður gat keypt hjá Icelandair í millilandarflugi til evrópu þegar ég var 8 ára. Ósjaldan er eins og stefniljós þessa bíla séu biluð, vanti eða þeir bara tími ekki að nota þau. Sparandi peruna eða hvað?

Bremsuprufarinn: Oftar en ekki einhver gamall kall með hatt, sem er á eldri bíl en hann er sjálfur. Þessi gaur er kostulegur vegna þess að hann þarf reglulega að prufa bremsurnar á bílnum sínum með því að snarhemla á hraðbrautum borgarinnar. Hafa allir lent í þessum.

Alla best finnst mér samt vera gamla konan sem er óviss. Hún keyrir alltaf um á miðju-akrein með stefnuljósið til hægri. Öll umferð á hægri akrein hægir/hraðar á sér til að dansa við þeirra takt. Vandamálið er hinsvegar að langamma gamla er taktlaus við umferðina og verður því bara til trafala. Það veit enginn (allrasíst hún sjálf) hvað hún gerir næst.

Fólk sem keyrir á milli rasskinnana þinna, hvað gerir hann ef ég hemla? Mér er svosem sama, þar sem ég er venjulega á mikið stærri ökutæki og finn ekki fyrir neinu.

Maður sem keyrir á ~70 á vinstri agrein. Það væri allt gott og blessað þannig séð ef; hann væri ekki með símann í annari og pulsuna í hinni, stýrandi með olnbogunum á beinskiptum bíl. Hola í veginum og þessi endar útaf.

Fólk sem leggur hjá lestunarlokunum fyrir bensínstöðvarnar. Flugvallarvegur (fyrir neðan Perluna) er mjög gott dæmi um þetta. Ég er með Vöku á speeddial.

Fólk sem kemur til þín á bensínstöðvunum til að röfla um olíuverðið. Hvað í anskotanum á ég að gera í því? Ekki er það ég sem stjórna því.

Ég myndi taka strætó ef:

1) Leiðarkerfið væri ekki svona mikið sorp, að komast úr Breiðholtinu í Hafnarfjörðinn er bara brandari.

2) Ef ég gæti skilið strætóbílstjórana.

 Svo fyrir utan þetta allt, þá er þetta líka spurning um hvað maður sér í umferðinni. Sumar blessaðar manneskjur virðast halda að það sé til einkalíf í umferðinni og fólk sé alveg ekki að horfa í kringum sig, þ.á.m. inn í bílana til þeirra.

Sem dæmi má nefna:

Nokkuð hugguleg stelpa stopp á rauðu, svona manneskja sem hver meðal karlmaður myndi vilja pota aðeins í. Fer hún svo ekki með puttan upp í nefið og étur svo birgðirnar þaðan. Frábært.

Mannlausar lögreglubifreiðar við umferðareftirlit.

 Það er mikið meira sem maður hefur séð eða lent í, þó svo að maður muni kannski ekki eftir því í augnablikinu. Enda er þetta komið nóg í dag. Fínasta veður úti og svona.


Vesen?

Ætli það sé ekki kominn tími til að byrja á þessu rugli, koma sér í þjóðfélagshópinn sem kalla sig Bloggara. Fólk sem nöldrar, skammast, gjammar um málefni líðandi stundar og gerir ekki nokkurn skapaðan hlut í þeim. (t.d. olíuverðið .. ring a bell?) Passar helvíti vel fyrir mig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband