Ellismellur!

Ég fékk  sent á dögunum frá einum félaga mínum ágætlega kómsíkt myndband af Beaker, animal og einum í viðbót sem ég man ekki nafnið á að ‘cover’a Habanera. Eftir að hafa hlegið létt inní mér tók ég að leita að ‘alvöru’ flutningi á þessu piece og fann ég eitt slíkt myndband með Maria Callas. Það leiddi svo útí það að ég fór að hlusta á hana massa nokkur fín old skool verk. Það var ekki fyrr en ég tók að lesa YouTube commentin við þessi video sem ég virkilega tók að facepalm’a.

“I duely prefer this older better music, it far excels all this trash we have to day”

“I wish I wasn’t born in this era but rather much sooner so that I could live with beautiful and good music and not this crap that we have today”

Í framhaldi voru einhverjir 20-30 sem voru sammála um það að það væri ömurlegt að lifa í dag og þeir hefðu átt að vera uppi fyrir löngu.

Eruði að grínast? Alltaf í boltanum segi ég nú bara, förum aðeins yfir þetta.

Habanera sem ég er að tala um er aría í óperunni Carmen (kannski einhverjir sem kannast frekar við sig núna). Operan var frumsýnd 1875 í parís. Meirihluti þessara Túbu (youtube) notenda eru búsettir í Bandaríkjunum svo þeir hafa þurft að bíða í þónokkurn tíma meðan einhver sem kunni Operuna kom sér til Bandaríkjana, því ekki höfðu þeir Internetið. Reyndar var ekki til sími heldur fyrr en ári seinna og jafnvel þá voru ekki til símleiðis sambönd til Evrópu. Þannig enginn vissi að Operan væri til fyrr en kannski 3 mánuðum eftir að hún var frumsýnd, og svo hafa liðið svona 6 í viðbót þar til hún kom til Bandaríkjana. En ég meina HEY , góð tónlist getur látið bíða eftir sér.. RIGHT? Suuuuuuuuure..

Allavega, segjum að Carmen komist svo loksins til New York (svona sennilegur fyrsti áfangastaður, við coastline’ið og svona frábært) þá þarf þessi lower middle class maður að safna sér fyrir leikhúsmiðum (þeir sem hafa tíma til að nöldra á internetinu í dag höfði ekki efni á leikhúsmiðum í denn, staðreynd). Hann síðan nær loksins að skrapa saman fyrir sig og konuna í miða á Carmen þegar hann fær jólabónusinn greiddan í desember. Skellir sér í leikhús í Brooklyn 5 desember og brennur lifandi ásamt 298 öðrum. Frábært.... en HEY. TóNLISTIN Á ÞESSUM TíMA ER MIKLU  BETRI. … ég er allavega búinn að sanna pointið mitt og þarf ekkert að fara útí heilbrigðiskerfið á þessum tíma og fleira vesen sem sannar hversu ömurlegur hann var.

Það er líka ekki eins og ÞESSI  TÓNLIST SÉ EKKI TIL LENGUR. “Sorry, nei Carmen rann út 1902 getum ekki hlustað á hana. Hérna er Daft punk diskur það er það _EINA_ sem er til í heiminum”. Þú getur með hjálp Graham Bell og Al Gore  downloadað allri þinni gömlu tónlist. Setið heima hjá þér í wifebeater og náttbuxum drekkandi rauðvín með skrúftappa og hlustað á hana í friði meðan þú sýgur atvinnuleysisbætur frá ríkinu. Hvernig væri að lifa lífinu?, sæi einhvern gera það 1876 … með grammafónin, ef hann hefði nú efni á svoleiðis LÚXUS, skrifandi lesendabréf í NY Times um hversu ömurleg tónlistin væri og hvernig hann vildi að hann væri uppi með Mozart að runka sér í krullukolluna sína með yfir 9000 rottubit.

Suck it YouTube plebbar, það nennir engin að lesa það sem þið hafið að segja (ekkert frekar en fólk nenni að lesa það sem ég hef að segja).

ps2, related


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband